Fótbolti

Sjáðu Albert Guðmunds skora flott mark á gamla heimavellinum í Vesturbænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Vísir/Getty
Gamall KR-ingur fann sig vel á KR-vellinum í dag og hélt upp á heimsókn á gamla heimavöllinn með laglegu marki.

Albert Guðmundsson kom íslenska 21 árs landsliðinu í 1-0 á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en strákarnir geta komist upp í annað sæti riðilsins með sigri.

Albert afgreiddi Slóvakana með tveimur mörkum í fyrri leiknum og hélt uppteknum hætti á KR-vellinum í dag. Albert er eins og kunnugt er KR-ingur og ólst þvi upp í Frostaskjólinu.

Íslenska hliðið þurfti aðra hetjuframmistöðu fyrr í leiknum en Fylkismaðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítaspyrnu á þrettándu mínútu leiksins.

Albert er fyrirliði íslenska liðsins en hann hefur nú skorað fimm mörk fyrir íslenska liðið í undankeppninni.

Aron Snær Friðriksson varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleiknum eftir að íslenska liðið komst yfir.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en hér fyrir neðan má myndband með tilþrifum Alberts og Arons í fyrri hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×