Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair rjúka upp á meðan annað lækkar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Icelandair hækkar flugið.
Icelandair hækkar flugið. VÍSIR/VILHELM

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði um rétt tæplega 10% í viðskiptum upp á um 450 milljónir króna í dag. Á sama tíma lækkuðu hlutabréf flestra annarra fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar og þá lækkaði gengi krónunnar einnig.

Á meðan bréf í Icelandair hækka er beðið fregna af skuldabréfaútboði WOW Air, samkeppnisaðila Icelandair, en forsvarsmenn WOW vænta þess að geta skýrt nánar frá útboðinu í lok vikunnar. Eins og greint hefur verið frá síðustu vikur leitar WOW Air nú fjármagns frá fjárfestum í rekstur félagsins.

Þá hefur vefurinn Túristi.is eftir viðmælendum sínum að aðeins sé tímaspursmál þangað til að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð þar til örlög WOW Air koma í ljós.

Eins og áður sagði lækkuðu bréf annarra félaga í Kauphöllinni í verði í dag. Bréf í N1 lækkuðu mest, eða um 5,7%.


Tengdar fréttir

Fjárfest í flughermum fyrir fjóra milljarða

Icelandair hefur fjárfest í flughermum fyrir tæpa fjóra milljarða og innan mánaðar getur öll þjálfun og kennsla, á allan flugflota félagsins, átt sér stað hér heima. Eftirspurn erlendra flugfélaga um æfingatíma í herminum stendur undir fjárfestingunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.