Innlent

Stefnir í hörð átök sé þetta niðurstaðan

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill
„Ég held að fjárlögin séu ekki gerð með þeim hætti að þau séu endanleg og ég er bjartsýnn á að við náum róttakari breytingum í gegn þegar við hefjum viðræður eftir að okkar kröfugerð er tilbúin," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um nýtt fjárlagafrumvarp.

Hann segir fyrirhugaðar breytingar á persónuafslætti skila launafólki litlu en samkvæmt frumvarpinu hækkar hann úr 53.895 krónur í 56.067 krónur.

„Hækkun persónuafsláttar upp á tvö þúsund krónur, þar sem aukið framlag ríkisins er ekki nema fimm hundruð krónur getur nú varla talist mikil hækkun. Ef þetta er einhver niðurstaða held ég að stjórnvöld geri sér grein fyrir að það stefnir í gríðarlega hörð átök. Okkar félagsmenn munu aldrei samþykkja þetta," segir Ragnar og vísar í að persónuafsláttur hækkar einungis um 1% umfram lögbundna hækkun.

Innan VR er nú unnið að því að klára kröfugerð félagsins og verður hún líklega kynnt trúnðarmönnum í vikunni. 

„Það er að koma ný forrysta í verkalýðshreyfinguna og verkalýðsfélögin eru að klára sínar kröfugerðir. Ég er sannfærður um að stjórnvöld hafi ekki sýnt öll sín spil í þessum fjárlögum og við í nýrri forrystu eigum alveg eftir að setjast niður með stjórnvöldum. Það ætti öllum að vera ljóst að nýrri forrystu fylgja áherslur sem eru ekki þær sömu og hjá fráfarandi forrystu," segir Ragnar. 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×