Fótbolti

Martinez: Ísland byrjaði vel en við komumst í gegnum það

Martinez í viðtalinu eftir leikinn í kvöld.
Martinez í viðtalinu eftir leikinn í kvöld. vísir/skjáskot
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, var afar ánægður með varnarleik belgíska landsliðsins og segir að liðið hafi þurft að komast í gegnum erfiðar fyrstu fimmtán mínútur leiksins.

„Þú verður að vera ánægður með að halda hreinu. Við spiluðum vel varnarlega og fyrstu 15-20 mínúturnar vorum við að finna út úr því hvað væri okkur fyrir bestu,” sagði Martinez í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok.

„Frá frá þeim tíma þá skoruðum við fyrsta markið og náðum að stjórna leiknum vel,” en var hann dálítið smeykur í byrjun?

„Ísland byrjaði leikinn mjög vel. Þeir fengu skyndisóknir og við þurftum að verja vítateiginn okkar vel. Þeir fengu svo horn og aukaspyrnu og Ísland brást við eftir tapið gegn Sviss.”

Martinez var ánægður með sína drengi og segir að það sé erfitt verkefni að halda hreinu á útivelli.

„Því er það mikilvægt að við héldum hreinu hér í dag. Ef við hefðum fengið á okkur mark þá hefði leikurinn verið allt öðruvísi en við þurftum að komast í gegnum þessar fimmtán mínútur. Þegar þú ert á útivelli þarftu stundum að gera það og eftir það spiluðum við vel.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×