Innlent

Tók 70 milljóna vinningsmiða með stóískri ró

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjötíu milljónir kæmu flestum vel.
Sjötíu milljónir kæmu flestum vel. Vísir/Stefán
Einn hlaut hlaut 70 milljónir króna í milljónaveltu Happdrættis Háskólans þegar dregið var í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá happdrættinu.

„Vinningshafinn, sem hefur átt miða hjá happdrættinu í fjölda ára, var einstaklega yfirvegaður og tók fréttunum af stóískri ró,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Þá segir í tilkynningu að um sé að ræða langhæsta vinning sem happdrættið hafi greitt út í ár.

Annar tryggur miðaeigandi fékk svo hæsta vinning í aðalútdrætti á trompmiða og fær 25 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðaeigandi hreppti hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær 5 milljónir í sinn hlut.

Heildarfjárhæð útgreiddra vinninga eftir útdráttinn er tæpar 196 milljónir króna sem skiptist á milli 3.302 miðaeigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×