Innlent

Óku fram á slasaða konu í vegkantinum við Sólheimasand

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Vegfarendur óku fram á konu sem lá í vegkantinum við Suðurlandsveg hjá Sólheimasandi, skammt frá bílastæðum þar sem gengið er niður að flugvélaflakinu fyrr í kvöld. 

Konan er erlendur ferðamaður reyndist slösuð á fæti en hún var á hjóli og er talið er að flutningabifreið hafa rekist utan í hana eða að vindgustur sem kom þegar honum var ekið fram úr henni hafi orðið til þess að hún fór útaf veginum, féll af hjólinu og slasaðist.

Sjúkraflutninga- og lögreglumenn frá Vík fengu tilkynningu um slysið um korter fyrir níu í kvöld og fóru þegar á vettvang. Konan var með meðvitund þegar að var komið en lögregla lokaði Suðurlandsvegi um skamma stund á meðan sjúkraflutningamenn hlúðu að henni en hún var svo flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til nánari skoðunar. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×