Innlent

Tæplega þriggja ára fangelsi fyrir kókaínsmygl

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn flutti efnið með sér falið í farangri til Keflavíkur 13. ágúst.
Maðurinn flutti efnið með sér falið í farangri til Keflavíkur 13. ágúst. Vísir/Eyþór
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Sverri Ágústsson sem ákærður var fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Maðurinn játaði brotið en við ákvörðun refsingar hans var meðal annars litið til þess að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins og hafði ekki sakaferil að baki.

Sverrir er sagður hafa flutt 2,1 kíló af kókaíni sem hafði 86% styrkleika í fölskum botni í ferðatösku sinni með flugi frá Barcelona á Spáni með viðkomu í Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar í síðasta mánuði. Efnið hafi verið ætlað til söludreifingar á Íslandi í ágóðaskyni.

Auk þess að samvinnu sakborningsins við rannsóknina og þess að hann átti engan sakaferil að baki horfði dómurinn til þess að maðurinn kom hvorki að skipulagningu né fjármögnun smyglsins.

Frá refsingu mannsins dregst rúmlega tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í eftir handtökuna í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×