Fótbolti

Ungur íslenskur aðdáandi fékk treyju Lukaku eftir leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heppinn.
Heppinn. vísir/vilhelm

Romelu Lukaku, framherji Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, átti stórleik fyrir belgíska landsliðið í gærkvöldi þegar að það vann Ísland, 3-0, í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Eftir erfiða byrjun gegn íslenska liðinu sem var öflugt til að byrja með fiskaði Romelu Lukaku vítaspyrnu þegar að Sverrir Ingi Ingason braut á honum en úr vítinu skoraði Eden Hazard af miklu öryggi.

Lukaku skoraði svo sjálfur mark af stuttu færi eftir hornspyrnu og hann innsiglaði svo frábæra frammistöðu sína og belgíska liðsins með marki úr teignum eftir fyrirgjöf í seinni hálfleik.

Það lá vel á Belganum stóra eftir leik en hann gaf sér góðan tíma til að fagna með stuðningsmönnum Belgíu eftir leik sem voru um 600 talsins í Laugardalnum í gær.

Lukaku var í svo góðu skapi að hann gaf ungum íslenskum aðdáanda treyjuna sína eftir leik en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði það augnablik. Eins og sjá má var heldur betur ánægja með þessa gjöf Lukaku enda Belginn einn af bestu framherjum heims í dag.

Aðdáandinn íslenski þarf heldur betur að borða skyrið sitt í framtíðinni ef hann ætlar að komast í þessa treyju en Romelu Lukaku er enginn smá dreki. Hann er rúmir 190 cm og um 95 kíló.

Þessi fer upp á vegg, eða hvað?vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa

Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×