Fótbolti

Telegraph fegrar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskir landsliðsmenn fagna á EM í Frakklandi 2016.
Íslenskir landsliðsmenn fagna á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty
Telegraph fór yfir úrslitin og stöðu mála eftir fyrstu leikina í nýrri Þjóðadeild UEFA. Íslenska knattspyrnuævintýrið er vonandi bara í pásu en eftir fimm stórkostleg ár eru íslensku strákarnir með mótvind í fangið.

Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.







Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild.

Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016.

Það má sjá þetta hér fyrir neðan.

Skjámynd/Umföllun Telegraph um riðil Íslands
Íslenska landsliðið sló vissulega út enska landsliðið í keppninni en það var í sextán liða úrslitum en ekki í átta liða úrslitum.

Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum.

Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið.

Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu.

Það má sjá alla greinina með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×