Erlent

Þýskir prestar misnotuðu þúsundir barna um árabil

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skýrslan var unnin að beiðni kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi.
Skýrslan var unnin að beiðni kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi. Vísir/Getty
Meira en 3.600 börn urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi á árunum 1946 til 2014 samkvæmt nýrri skýrslu sem lekið var til fjölmiðla.

Skýrslan var unnin að beiðni kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi og var hún unnin af þremur háskólum þar í landi. Skýrslan átti að birtast 25. september næstkomandi en þýski fjölmiðillinn Spiegel greindi frá efni skýrslunnar á vef sínum í dag.

Samkvæmt skýrslunni brutu alls 1.670 prestar í Þýskalandi kynferðislega á einhvern hátt gegn 3.677 börnum á árunum sem um ræðir. Þá segir í skýrslunni að aðeins 38 prósent þeirra sem frömdu brotin hafi þurft að svara fyrir þau á einhvern hátt, en langflestir þeirra hafi aðeins þurft að þola minniháttar refsingar.

Skýrslan er unnin upp úr 38 þúsund skjölum og segir að minnst eitt af hverjum sex brotum sem skýrsluhöfundar telja að hafi verið framin hafi falið í sér nauðgun. Þá segja skýrsluhöfundar að að líkegt sé að umfang brotanna sé mun meira en skýrslan nær til þar sem sumum skjölum hafi verið eytt.

Talsmaður þýsku kirkjunnar í Þýskalandi segir að kirkjan skammi sín mjög fyrir brot prestanna en niðurstaða skýrslunnar er enn eitt dæmi um fjölmörg brot kaþólskra bresta gagnvart börnum víða um heim em Frans páfi fordæmdi nýverið alla þá presta sem framið hafa slík brot. Lofaði hann því að kirkjan myndi ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×