Innlent

Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins.
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. vísir/vilhelm

„Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.

Þá svaraði Bjarni fyrir gagnrýni á að útgjöld ríkisins hefði aukist og að báknið svokallað væri að blása út, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, komst að orði í sinni ræðu. Sagði Bjarni að slíkt væri af og frá.

„Þrátt fyrir útgjaldavöxtinn sem er oft nefndur til sögunnar þá hafa útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu ekki aukist sem nokkru nemur. Á þann mælikvarða er báknið ekkert að vaxa. Það sem er að gerast er að okkur er að vaxa styrkur til þess að sinna samfélagslegum verkefnum,“ sagði Bjarni.

Sagði hann það vera fagnaðarefni sem myndi skila sér í að íslenska þjóðin gæti keypt betri lyf, keypt fullkomnari þyrlur fyrir Landhelgisgæslunna og tæknilegri sjúkrahús svo dæmi væru tekin.

„Við höfum aukinn styrk til þess að bera þyngir byrðar,“ sagði Bjarni sem minntist einnig á að ríkissjóður hafi létt af sér skuldum upp á 660 milljörðum á síðustu árum auk 140 milljarða sem greiddir hafi verið fyrirfram inn á ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. Samanlagt hafi því verið létt á 800 milljarða skuld sem annars hefði verið velt yfir á framtíðarkynslóðir.

„Við stöndum í dag á sterkari grunni en áður var,“ sagði Bjarni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.