Enski boltinn

Thompson: Mourinho treystir ekki Rashford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Mourinho baða út höndunum.
Rashford og Mourinho baða út höndunum. vísir/getty

Phil Thompson, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að fáar spilmínútur Marcus Rashford sé vegna þess að Jose Mourinho, stjórinn á Old Trafford, treysti honum ekki.

„Rashford er mjög hæfileikaríkur leikmaður. Er hann að fara komast í liðið hjá Manchester United? Ég held ekki,” sagði Thompson í samtali við Sky Sports.

„Ég held að það sé ekki traust frá stjóranum. Hann er einungis tvítugur og hann þarf meiri tíma en ég held að þetta sé stórt tímabil fyrir hann.”

Rashford hefur ekki spilað eina stöðu undir stjórn Mourinho. Portúgalinn hefur verið að nota hann í þremur fremstu stöðunum og ekki er vitað hvaða staða er best fyrir Rashford.

„Í enda tímabilsins þarf hann að taka ákvörðun. Hann þarf að fara spila reglulega. Þegar þú lítur á samband hans og stjórans þá held ég að þar sé ekki traust.”

„Ég held að það sé ekki traust um hvort að hann sé framherji, vinstri kantmaður eða hægri kantmaður. Marcus þarf að taka ákvörðun næsta sumar.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.