Enski boltinn

Boateng hringdi sjálfur í Mourinho og sagðist ekki vilja koma til United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho reyndi að fá Jerome Boateng.
José Mourinho reyndi að fá Jerome Boateng. Vísir/Getty

Jerome Boateng, miðvörður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins, hafði sjálfur samband við José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, í sumar og tjáði honum að hann væri ekki á leiðinni til United.

Sky Sports greindi frá því í sumar að Boateng vildi ekki fara til United þar sem að honum fannst liðið ekki líklegt til að vinna Meistaradeildina en Þjóðverjinn hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um málið.

„Bæði Paris Saint-Germain og Manchester United sýndu mér áhuga og ég skoðaði báða kosti,“ segir Boateng í viðtali við þýska blaðið Bild

„Ég gerði það ekki vegna þess að ég vil komast frá Bayern München, alls ekki. Ég var ekki að flýja neitt. Ný áskorun bara heillaði mig. Mér líður mjög vel hjá Bayern sem er eitt stærsta félag heims.“

„Ég hringdi í José Mourinho og sagði honum að ég væri stoltur af því að hann syndi mér áhuga. Ég þakkaði honum fyrir að reyna svona mikið að fá mig til United,“ segir Jerome Boateng.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.