Sport

Sjáðu Usain Bolt hlaupa og fagna í engu þyngdarafli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt var í stuði.
Usain Bolt var í stuði. Mynd/Twitter/@usainbolt
Usain Bolt hefur vakið mesta athygli að undanförnu fyrir tilraunir sínar að verða atvinnumaður í fótbolta en hann tók þátt í undarlegu hlaupi í gær.

Usain Bolt er oftast tilbúinn í hvað sem er enda léttur og skemmtilegur náungi sem elskar athyglina frá og samvinnuna við ljósmyndara og aðra fjölmiðlamenn.

Það þurfti því örugglega ekki langar viðræður til að sannfæra hann um að taka þátt í spretthlaupi í engu þyngdarafli.





Usain Bolt vann níu gullverðlaun á Ólympíuleikum þótt að óheiðarleiki eins liðsfélaga hans hafi þýtt að hann þurfti að skila einu þeirra. Hann lagði keppnisskóna á hilluna eftir HM 2017 en hefur verið duglegur að koma sér í heimsfréttirnar síðan.

Hlaupið fór fram í Reims í Frakklandi í sérstakri flugvél með engu þyngdarafli. Tveir reyndu sig á móti Jamaíkamanninum en urðu að sætta sig við silfur og brons. Það var bara einn að fara að taka gullverðlaunin.

Það var frekar fyndið að sjá Usain Bolt hlaupa í engu þyngdarafli og ekki síður skemmtilegt að sjá hann fagna sigri. Fagnaðarlæti Usain Bolt eru ekki síður þekkt en hraði hans á hlaupabrautinni.

Það má sjá hlaupið hans hér fyrir neðan.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×