Bíó og sjónvarp

Íhuga að ráða Michael B. Jordan í hlutverk Súperman

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikarinn Michael B. Jordan.
Leikarinn Michael B. Jordan. Vísir/Getty
Leikarinn Henry Cavill er sagður á útleið sem Súperman og kvikmyndaverið Warner Brothers sagt íhuga að fá leikarann Micahel B. Jordan í hlutverkið.

Cavill hefur leikið Superman í þremur kvikmyndum, Man of Steel, Batman v. Superman: Dawn of Justice og Justice League.

Þessar myndir hafa verið undir væntingum Warner Brothers þegar kemur að tekjum og er kvikmyndaverið sagt íhuga að færa fókusinn á þessum kvikmyndaheimi yfir á frænku Superman, Supergirl.

Henry Cavill hefur farið með hlutverk ofurhetjunnar Superman í þremur kvikmyndum.Vísir/Getty
Cavill átti að bregða stuttlega fyrir í hlutverki Superman í myndinni um ofurhetjuna Shazam sem er væntanleg. Hann var hins vegar upptekinn við tökur á Mission Impossible: Fallout og gat því ekki mætt í tökur.

Er hann sagður hafa lagt rauðu skikkjuna á hilluna.

Því er haldið fram á vefnum Deadline að Warner Brothers íhugi að ráð Michael B. Jordan í hltuverkið. Þær fregnir koma skömmu eftir að tilkynnt var um að Jordan myndi leiða stefnu innan kvikmyndaversins þegar kemur að því að vera með meiri fjölbreytni þegar kemur að söguþræði mynda og leikaravali.

Ef Jordan verður fyrir valinu mun hann verða fyrsti svarti leikarinn til að fara með hlutverk Súperman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×