Körfubolti

Frakkinn fljúgandi í bandaríska háskólakörfuboltanum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yves Pons.
Yves Pons. Vísir/Getty
Franski körfuboltamaðurinn Yves Pons er líklegur til að komast í ófáa tilþrifapakkana á komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Yves Pons er 19 ára gamall skotbakvörður eða lítill framherji sem spilar með Tennessee háskólanum.

Hann er 198 sentímetrar og 98 kíló en með svakalegan faðm og rosalega stökkkraft.

Fólkið hjá Tennessee háskólanum gerir sér vel grein fyrir því að þau er með „áhorfendavænan“ körfuboltaleikmenn í höndunum og leikmann sem mun vekja athygli á liðinu í vetur.

Það má því sjá reglulega sjá flott kynningarmyndbönd með Yves Pons á samfélagsmiðlum Tennessee háskólans.

Eitt þeirra er mjög skemmtilegt og má sjá hér fyrir neðan.





Yves Pons sýnir þarna magnaða íþróttamannshæfileika sína og rosalegan stökkkraft.

Yves Pons var nýliði í fyrra og er því að hefja sitt annað tímabil í háskólakörfuboltanum.

Í fyrr var hann með „bara“ með 17 stig og 7 körfur samtals allt tímabilið og hans flottustu tilþrif voru aðallega hrikalegar troðslur í upphitun.

Í vetur búast menn hinsvegar við því að Yves Pons slái í gegn og fái alvöru hlutverk hjá Tennessee háskólaliðinu.

Yves Pons er með franskt ríkisfang en hann er fæddur í Port-Au-Prince á Haítí.

Yves Pons fluttist til Parísar og gekk þar í INSEP-íþróttaskólann í París. Hann sló í gegn með franska unglingalandsliðinu á HM 17 ára liða 2016.

Yves Pons var þá með 10,1 stig og 4,1 fráköst að meðaltali á aðeins 16,7 mínútum í leik þar sem hann hitti úr 54 prósent skotum sínum.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×