Handbolti

Skellur hjá Alfreð en sigur hjá Bjarka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er oftar en ekki líflegur á hliðarlínunni.
Alfreð er oftar en ekki líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty

Kiel og Füchse Berlin voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel fékk skell gegn Magdeburg og Füchse Berlin vann baráttusigur á Hannover-Burgdorf.

Kiel lenti í miklum vandræðum á útivelli gegn Magdeburg. Liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 18-16, en í síðari hálfleik versnaði leikur Kiel.

Magdeburg byrjari síðari hálfleikinn á 8-2 kafla og Kiel skoraði ekki þriðja mark sitt í síðari hálfleik fyrr en tólf mínútur voru liðnar af honum.

Áfram héldu heimamenn í Magdeburg á fullri ferð og unnu þeir að lokum fimm marka sigur, 35-30. Annað tap tímabilsins í fyrstu fjórum leikjunum hjá Alfreð Gíslasyni en Magdeburg er með fullt hús.

Füchse Berlín vann öflugan sigur á Hannover-Burgdorf á heimavelli í kvöld. Berlínrarefirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14.

Er sjö mínútu voru eftir voru gestirnir frá Hannover tveimur mörkum yfir, 26-24 en Berlínarrefirnir náðu að snúa leiknum sér í hag og unnu eins marks sigur, 29-28.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Berlínarrefina sem eru einnig með tvo sigra í fyrstu fjórum leikjunum, eins og Kiel. Hannover er með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.