Handbolti

Skellur hjá Alfreð en sigur hjá Bjarka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er oftar en ekki líflegur á hliðarlínunni.
Alfreð er oftar en ekki líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty
Kiel og Füchse Berlin voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel fékk skell gegn Magdeburg og Füchse Berlin vann baráttusigur á Hannover-Burgdorf.

Kiel lenti í miklum vandræðum á útivelli gegn Magdeburg. Liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 18-16, en í síðari hálfleik versnaði leikur Kiel.

Magdeburg byrjari síðari hálfleikinn á 8-2 kafla og Kiel skoraði ekki þriðja mark sitt í síðari hálfleik fyrr en tólf mínútur voru liðnar af honum.

Áfram héldu heimamenn í Magdeburg á fullri ferð og unnu þeir að lokum fimm marka sigur, 35-30. Annað tap tímabilsins í fyrstu fjórum leikjunum hjá Alfreð Gíslasyni en Magdeburg er með fullt hús.

Füchse Berlín vann öflugan sigur á Hannover-Burgdorf á heimavelli í kvöld. Berlínrarefirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14.

Er sjö mínútu voru eftir voru gestirnir frá Hannover tveimur mörkum yfir, 26-24 en Berlínarrefirnir náðu að snúa leiknum sér í hag og unnu eins marks sigur, 29-28.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Berlínarrefina sem eru einnig með tvo sigra í fyrstu fjórum leikjunum, eins og Kiel. Hannover er með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×