Erlent

Auga Florence nær landi í Norður-Karólínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Auga Florence.
Auga Florence. Vísir/AP
Auga fellibylsins Florence er við það að ná landi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sjór hefur flætt yfir stór svæði við austurströnd Bandaríkjanna og tugir þúsunda heimila eru rafmagnslaus. Einnig er búist við umfangsmiklum ferskvatnsflóðum og er búist við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkir Florcence hafi verið lækkaður í fyrsta flokk.

Þrátt fyrir að fellibylurinn sé orðinn kraftminni hefur hann þó stækkað og leiðir það til hærri sjávarflóða. Þá er búist við gífurlegri rigningu. Sérfræðingar búast við minnst 38 billjón lítrum (38.000.000.000.000) af rigningu frá Florence

Hér má sjá myndir frá strandbænum New Bern sem Veðurrásin birti á Twitter í gærkvöldi.

Það er þó greinilegt að flóðin hafi versnað til muna síðan þá ef marka má þetta myndband sem birt var í morgun. Yfirvöld New Bern segja að unnið sé að því að bjarga 150 manns sem hafi ekki yfirgefið heimili sín.

Minnst 1,7 milljón manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og í Virginíu. Hins vegar liggur ekki fyrir hve margir gerðu það og hve margir urðu eftir.

Myndefni frá AP fréttaveitunni GIF sem sýnir hvernig Florence hefur stækkað

Tengdar fréttir

Spá margra daga eymd vegna Florence

Stormurinn gengur á land í Bandaríkjunum í dag. Vindhraði hefur minnkað en umfang stormsins margfaldast. Mesta hættan stafar af úrkomu en flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×