Lífið

Ólafur byggði 460 fermetra glerhýsi yfir allt húsið sitt í Mosfellsbæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin Ólafur og Svava búa saman í Mosfellsbænum.
Hjónin Ólafur og Svava búa saman í Mosfellsbænum.
Í Mosfellsbænum er ævintýralegt hús sem mörgum hefði líklega þótt þægilegt að búa í í sumar þegar rigningardagarnir komu hver af öðrum. Arkitektinn Ólaf Sigurðsson langaði til að gera tilraun sem hefur heppnast mjög vel.

Vala Matt fór í heimsókn til hans og Svövu Ágústsdóttur, konu hans, í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hann ákvað fyrir mörgum árum að teikna og byggja 460 fermetra glerhýsi sem veðurhjúp yfir allt hús þeirra hjóna sem einungis er um hundrað fermetrar og Svava tók þátt í ævintýrinu. Hún hefur verið óhemju dugleg að planta suðrænum plöntum og ávöxtum sem við eigum ekki að venjast á Íslandi.

Ólafur stillir bara glerfletina eftir veðri og vindum og þegar þau hjónin fá næturgesti, þá gista þeir bara í innigarðinum undir glerhúsinu við hliðiná húsinu.

Hér að neðan má sjá þátt gærkvöldsins þar sem Vala Matt ræddi við þau hjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×