Lífið

Judas Priest með tónleika í Laugardalshöllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin kemur fram 24. janúar á næsta ári.
Sveitin kemur fram 24. janúar á næsta ári.
Þungarokksveitin Judas Priest mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 24. janúar en þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahaldarafyrirtækinu Tónleikur.

Miðasala hefst 24. september en rokksveitin Dimma mun hita upp. Sveitin Judas Priest var stofnuð árið 1970 og hefur sveitin verið í fremstu röð í um fimmtíu ár.

Nægir þar að nefna frábærar plötur eins og British Steel, Screaming for Vengeance og Painkiller.

Átján plötum síðar eru þeir enn þá í fantaformi og nýjasta plata þeirra Firepower hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og náðu þeir 5. sæti á Billboard 200 listanum, sem er besti árangur Judas Priest í Bandaríkjunum.

Þá má nefna að Judas Priest voru tilnefndir í Rock and Roll Hall of Fame í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×