Viðskipti innlent

Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn keypti krónur á þriðjudaginn.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn keypti krónur á þriðjudaginn. VÍSIR/ANTON BRINK

Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær.

Vísir fjallaði um inngripið á þriðjudaginn en þá sagði Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, að bankinn hefði beitt inngripum á markaði í samræmi við yfirlýsingu peningastefnunefndar. Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Stefán Jóhann að ákveðin hreyfing á markaði hefði átt sér stað og Seðlabankinn hefði spornað við henni.

Krónan hafði fallið hvern einasta dag í september þangað til í gær þegar hún styrktist lítillega gagnvart evrunni. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka tjáði Vísi að erfiðir dagar krónunnar væru mögulega vegna vandræða flugfélagsins WOW Air.

Seðlabankinn gerði síðast gjaldeyrisviðskipti í nóvember í fyrra þegar bankinn keypti erlendan gjaldmiðil fyrir 362 milljónir íslenskra króna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.