Enski boltinn

Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty

Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 36. sæti á næsta styrkleikalista FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið mun birta listann í næstu viku en Mister Chip hefur reiknað út hvaða þjóðir eru í 70 efstu sætunum.

Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í síðasta glugga, fyrst 6-0 á móti Sviss og svo 3-0 á móti Belgíu. Þessi töp þýða að íslensku strákarnir falla niður um fjögur sæti á listanum.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo birti topp 70 listann í dag og má sjá hann hér fyrir neðan.Í síðasta lista var tekin upp nýir útreikningar á bak við FIFA-listann og þá féll íslenska landsliðið niður um tíu sæti. Ísland hefur því dottið niður um fjórtán sæti á listanum á síðustu tveimur mánuðum.

Íslenska liðið komst upp í 18. sæti á listanum í febrúar og mars og hefur því dottið niður um átján sæti á aðeins hálfu ári.

Belgar unnu sigra á Skotum og Íslendingum í þessum glugga og það nægir þeim til að ná Frökkum að stigum í toppsæti listans. Í fyrsta sinn verða því tvær þjóðir efstar og jafnar á listanum.

Svisslendingar sem rassskelltu íslenska landsliðið í St Gallen verða áfram í áttunda sæti listans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.