Leikur einn fyrir City gegn Fulham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn City fagna marki David Silva í dag.
Leikmenn City fagna marki David Silva í dag. getty
Englandsmeistararnir í Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum með Fulham á heimavelli í dag. Lokatölur urðu 3-0 sigur meistaranna.

Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur er fyrsta markið leit dagsins ljós. Leroy Sane skoraði þá eftir undirbúning Fernandinho en byrjun tímabilsins hefur verið erfið hjá Sane.

Annað markið skoraði svo David Silva á 21. mínútu og Raheem Sterling rak síðasta naglann í líkkistu nýliðanna með marki í upphafi síðari hálfleiks.

Manchester City er með 13 stig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðum Chelsea og Liverpool, sem eru með fullt hús stiga eða fimmtán stig.

Fulham er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira