Hazard bauð upp á sýningu gegn Cardiff

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eden Hazard hefur verið óstöðvandi.
Eden Hazard hefur verið óstöðvandi. getty
Eden Hazard bauð upp á sýningu á Stamford Bridge í dag er Chelsea vann 4-1 sigur á Cardiff sem komst þó yfir í leiknum.

Eftir sextán mínútur var það Sol Bamba, varnarmaðurinn öflugi, sem kom gestunum frá Wales yfir en Eden Hazard jafnaði metin á 37. mínútu.

Sjö mínútum síðar, eða einni mínútu fyrir hlé, skoraði Hazard annað mark sitt og annað mark Chelsea. Chelsea 2-1 yfir í hálfleik.

Hazard var ekki hættur. Chelsea fékk vítaspyrnu á 80. mínútu og þar steig Belginn á punktinn. Hann skoraði af öryggi, líkt og á Laugardalsvellinum fyrr í vikunni.

Það var svo Brasilíumaðurinn Willian sem batt endahnútinn á góðan leik Chelsea er hann skoraði fjórða mark Chelsea sjö mínútum fyrir leikslok.

Chelsea er því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Liverpool en Cardiff er með tvö stig eftir fimm leiki. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira