Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton

Gylfi stangar knöttinn í netið
Gylfi stangar knöttinn í netið vísir/getty
West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í dag. Var þetta jafnframt fyrsta tap Everton á tímabilinu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í leiknum og lék allan leikinn á miðjunni.

Everton byrjaði leikinn af krafti en það voru gestirnir sem skoruðu fyrstu tvö mörkin og var það Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko sem sá um það.

Gylfi Þór minnkaði muninn fyrir Everton með skalla í uppbótartíma fyrri hálfleiks og gaf Everton líflínu í leiknum.

Marko Arnautovic gerði hins vegar út um vonir Everton í síðari hálfleik þegar hann skoraði eftir undirbúning Pedro Obiang. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira