Erlent

Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump.
Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/GETTY
Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 

Kevin Downing, lögmaður Manafort, fór með stutta yfirlýsingu fyrir utan dómshúsið í dag eftir að Manafort játaði. „Hann vildi vera viss um að fjölskyldan hans yrði örugg og geti lifað góðu lífi,“ sagði Downing og bætti við að hann hafi tekið ábyrgð.

Þegar Downing var spurður hvort að Manafort muni veita fulla samvinnu við teymi Muellers sagði hann svo vera.

Sjá einnig: Fyrrverandi kosningastjóri Trump sagður semja við saksóknara 

Manafort var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi.


Tengdar fréttir

Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin

Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×