Viðskipti innlent

Brim hf. verður Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Nafnbreytingin var ákveðin á hluthafafundi félagsins í dag.
Nafnbreytingin var ákveðin á hluthafafundi félagsins í dag. Vísir/eyþór
Brim hf. heitir nú Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. en þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins í dag. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær.

Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út skuttogarana Guðmundur í Nes RE 13 og Kleifaberg RE 70. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem senda var á fjölmiðla í dag.


Tengdar fréttir

Hagnaður Brims 1,9 milljarðar

Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×