Erlent

Ógnar lífi fjögurra milljóna

Yfirvöld vöruðu í gær við því að sjávarborð gæti hækkað um allt að sex metra og því væru miklar líkur á því að viðkvæmar byggingar yrðu fyrir gríðarlegu tjóni.
Yfirvöld vöruðu í gær við því að sjávarborð gæti hækkað um allt að sex metra og því væru miklar líkur á því að viðkvæmar byggingar yrðu fyrir gríðarlegu tjóni. Vísir/AP
Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. Stormurinn var þá tæplega 900 kílómetrar að þvermáli og var vindhraðinn um 57 metrar á sekúndu í gær. Þúsundir flúðu heimili sín í aðdraganda hamfaranna en talið var að fjórar milljónir íbúa væru í hættu.

Yfirvöld vöruðu í gær við því að sjávarborð gæti hækkað um allt að sex metra og því væru miklar líkur á því að viðkvæmar byggingar yrðu fyrir gríðarlegu tjóni.

Þá þegar hafði stormurinn farið yfir bandarísku eyjuna Gvam. Það gerði hann á fimmtudag og olli rafmagnsleysi víðast hvar á eyjunni.

Samkvæmt spám stefnir stormurinn svo í átt að Kína. Gert er ráð fyrir því að bylurinn gangi á land í Hong Kong á sunnudaginn sem fjórða stigs fellibylur áður en hann heldur áfram vestur yfir landið sem hitabeltisstormur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×