Viðskipti innlent

Baldanza hættur í stjórn WOW air

Samúel Karl Ólason skrifar
Baldanza situr enn fundi og sinnir ráðgjafastörfum fyrir WOW, enda hafi hann verið eini meðlimur stjórnarinnar sem hefði reynslu af rekstri flugfélags.
Baldanza situr enn fundi og sinnir ráðgjafastörfum fyrir WOW, enda hafi hann verið eini meðlimur stjórnarinnar sem hefði reynslu af rekstri flugfélags. Vísir/Vilhelm
Bandaríkjamaðurinn Ben Baldanza er hættur í stjórn WOW air. Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. Þetta kemur fram á vef Túrista. Þar segir að Svanhvít Friðriksdóttir, talskona flugfélagsins, hafi þá sagt að Baldanza væri enn í stjórn félagsins.



Baldanza segir hins vegar að hann hafi hætt í stjórninni um leið og hann hóf störf fyrir JetBlue. Hann hafi þó vitað af því að hann væri enn kynntur sem stjórnarformaður á vefsíðu WOW og sömuleiðis í útboðsgögnum vegna skuldabréfaútgáfu WOW.

Sömuleiðis situr hann enn fundi og sinnir ráðgjafastörfum fyrir WOW, enda hafi hann verið eini meðlimur stjórnarinnar sem hefði reynslu af rekstri flugfélags. Baldanza var á árunum 2005 til 2016 forstjóri Spirit flugfélagsins.

Í frétt Túrista er Baldanza spurður út í frétt Morgunblaðsins um að WOW skuldi Isavia lendingargjöld upp á allt að tvo milljarða króna. Hann segist þekkja til skuldar við Keflavíkurflugvöll en hann hafi ekki vitað af fréttaflutningi um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×