Menning

Níu kvikmyndir keppa um tilnefningu til Óskarsverðlaunanna

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Þessar myndir keppa um tilnefningu sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.
Þessar myndir keppa um tilnefningu sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.
Níu íslenskar kvikmyndir keppa um tilnefningu um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Þær hafa sjaldan verið jafn margar og nú í ár.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían ÍKSA kýs nú um myndirnar og fer kosningin fram rafrænt og verða úrslitin tilkynnt þann 20. september næstkomandi.

Myndirnar eru:

Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur

Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar

Lof mér að falla í leikstjórn Baldvins Z

Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar

Rökkur í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen

Sumarbörn í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur

Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur

Vargur í leikstjórn Barkar Sigþórssonar

Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hilmarssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×