Handbolti

Átta íslensk mörk þegar Kristianstad tapaði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Teitur Örn Einarsson byrjaður að hitna í Meistaradeildinni
Teitur Örn Einarsson byrjaður að hitna í Meistaradeildinni vísir/eyþór
Teitur Örn Einarsson og Arnar Freyr Arnarsson komu töluvert við sögu þegar Kristianstad tók á móti Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Teitur Örn, markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar í fyrra, endaði leikinn sem næstmarkahæsti leikmaður Kristianstad með fimm mörk úr sjö skotum. Arnar var öflugur á línunni og nýtti öll þrjú færin sín í leiknum.

Þetta framlag þeirra félaga dugði þó ekki til sigurs því leiknum lauk með tveggja marka sigri gestanna, 30-32 eftir að Kristianstad hafði verið yfir í leikhléi, 16-14.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×