Fótbolti

Baldur: Erum 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Baldur tekur við bikarnum
Baldur tekur við bikarnum Vísir/Daníel
Baldur Sigurðsson var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni þegar liðið tryggði sér Mjólkurbikartitilinn með sigri á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Baldur var að vonum sigurreifur þegar hann mætti í settið til Tómasar og félaga að leik loknum.

„Þetta er frábært og í raun ólýsanlegt bara. Þetta er búinn að vera skrýtinn undirbúningur. Þetta var langur undirbúningur þar sem það var enginn leikur í tvær vikur á undan þessum. Pressan var á okkur og fyrsti bikartitill í sögu Stjörnunnar svo það eru miklar tilfinningar í gangi núna,“ sagði Baldur.

Hann fékk þrjú góð færi í leiknum, eitt þeirra á lokamínútum framlengingarinnar en var ekkert smeykur við að fara á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni.

„Ég var ekki stressaður, ótrúlegt en satt. Ég held að hin færin tvö hafi verið betri. Ég hefði verið algjör skúrkur ef ég hefði klúðrað vítinu líka,“ sagði Baldur.

Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar frá upphafi og segir Baldur að Garðbæingar séu að læra að vera í fremstu röð á Íslandi.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom í Stjörnuna. Þegar ég talaði við Rúnar (Pál) og stjórnarmenn þá fannst mér svolítið að við værum að læra að vera toppklúbbur. Við erum kannski 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH,“ sagði Baldur.

Sjáðu allt viðtalið við Baldur í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra

Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×