Enski boltinn

Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva gengur niðurlútur af velli.
Silva gengur niðurlútur af velli. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton og skoraði hann eina mark liðsins í leiknum með laglegum skalla.

„Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir til þess að vinna. Það er frekar einfalt fyrir mér. Fyrstu tíu mínúturnar voru góðar en svo gerðum við mistök,” sagði Silva í leikslok.

„Við brugðumst ágætlega við en síðan gerðum við önnur mistök. Við breyttum leikaðferðinni og náðum að minnka muninn og komast aftur inn í leikinn en áður fengum við einnig tvö góð tækifæri.”

„Í síðari hálfleik fengum við mörg góð færi þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk en við fengum fjögur eða fimm og skoruðum einungis eitt.”

Silva vill að leikmenn sínir læri af mistökunum og mæti klárir í slaginn um næstu helgi er Everton heimsækir Arsenal á Emirates næsta laugardag.

„Þegar þú vinnur, þá vinnuru saman og þegar þú tapar, þá taparu saman. Ég vil ekki bara tala um framherjana okkar. Eins og ég sagði við leikmennina þá þurfum við að vera fljótir að læra af þessum leik.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×