Enski boltinn

Pellegrini: Það síðasta sem ég var að hugsa um var afmæli mitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini gefur bendingar í gær.
Pellegrini gefur bendingar í gær. vísir/getty
West Ham vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið er liðið vann 3-1 útisigur á Everton í gær.

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, átti afmæli í gær en hann fagnaði 65. afmælisdegi sínum í gær. Hann var eðlilega ekki sáttur en hugsaði þó ekki mikið um afmæli sitt í gær.

„Það síðasta sem ég var að hugsa um var afmæli mitt. Ég var áhyggjufullur fyrir þennan leik því við höfum ekki verið að ná í góð úrslit,” sagði afmælisbarnið.

„Við höfum verið óheppnir að tapa síðustu þremur leikjum. Kannski áttum við ekki skilið að vinna þá en við áttum að minnsta kosti ekki skilð að tapa þeim.”

Það vakti mikla athygli um miðjan síðari hálfleik er Marko Aurnatovic fór af velli vegna meiðsla að Lucas Perez virtist vera mjög pirraður á varamannabekk liðsins að fá ekki að koma inn á.

Í stað þess að setja Perez inn á, kallaði Pellegrini á Michail Antonio og setti hann á. Pellegrini útskýrði þetta í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Þegar Marko meiddist kallaði ég á Lucas en þá sá ég að hann sat á bekknum og Antonio var að hita upp og virkaði klár. Það er ástæðan fyrir því að ég setti hann inn á í staðinn.”

„Antonio var klár á meðan Lucas hefði þurft meiri tíma til þess að hita upp. Þar af leiðandi hefðum við þurft að bíða lengur.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×