Lífið

Kjánahrollur fór um salinn þegar Dr. Phil tók rokklag allur húðflúraður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil fer væntanlega ekki aftur á sviðið.
Phil fer væntanlega ekki aftur á sviðið.
Stjörnusálfræðingurinn Dr. Phil og rokksveitin Good Charlotte tóku lagið saman hjá James Corden á dögunum og má segja að Dr. Phil hafi farið alla leið á sviðinu.

Atriðið hefur vakið sérstaka athygli á veraldarvefnum og sérstaklega fyrir það að vera nokkuð vandræðalegt. Eftir að þátturinn fór í loftið tísti Dr. Phil, birti mynd af sér og skrifaði við færsluna: „I´m here to rock this Bitch.“

Núna gengur sveitin undir nafninu Great Charlotte og það má sanni segja að sálfræðingurinn vinsæli eigi ekki framtíðina fyrir sér í tónlistinni. Meðlimir sveitarinnar Good Charlotte ætla í það minnsta ekki að koma fram með kappanum aftur. 

„Við ætlum ekki að koma fram með Dr. Phil aftur. Hann er alveg fín gaur, en við hefðum aldrei átt að láta þetta fara svona langt. Og James, hann er fíbbl,“ sagði söngvari Good Charlotte eftir flutninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×