Bíó og sjónvarp

Hvetja fólk til að sjá Lof mér að falla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baldvin Z leikstjóri og leikkonurnar Elín Sif og Eyrún Björk.
Baldvin Z leikstjóri og leikkonurnar Elín Sif og Eyrún Björk. vísir/stefán
Umsögn blaðamanns Guardian um Lof mér að falla.
Lof mér að falla er að vekja athygli víðsvegar um heiminn en kvikmyndin var á dögunum sýnd á TIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Á vef kanadíska dagblaðsins The Guardian er umfjöllun um fimm kvikmyndir sem fóru mögulega framhjá gestum hátíðarinnar og hvetur höfundur greinarinnar fólk að sjá umræddar myndir.

Ein þeirra er nýjasta kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla, sem var frumsýnd hér á landi á dögunum.

Í greininni segir að kvikmyndin fjalli um það hvernig fíkniefni leggi líf fólks í rúst.

„Í kvikmyndinni Lof mér að falla fær áhorfandinn að sjá heim fíkla eins og hann er í raun og veru og hvernig eiturlyf eyðileggja líf fólks. Þar sér maður hvernig nánustu aðstandendur standa eftir gjörsamlega varnarlausir,“ segir höfundur greinarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×