Vítaspyrna í uppbótartíma tryggði Brighton stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Murray skorar úr vítaspyrnunni.
Murray skorar úr vítaspyrnunni. Vísir/Getty
Southampton og Brighton gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Jöfnunarmarkið kom í uppbótartímanum er Brighton fékk vítaspyrnu.

Daniel Pierre Emil Højbjerg var fyrstur á blað. Hann kom Southampton yfir með frábæru þrumuskoti á 35. mínútu og Southampton leiddi 1-0 í leikhlé.

Þegar rúmur klukkutími var liðinn braut Gaetan Bong á Danny Ings og klár vítaspyrna. Ings fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi sitt þriðja mark í fyrstu fimm leikjunum.

Gestirnir voru ekki af baki dottnir og eftir aukaspyrna barst boltinn á kollinn á varnarmanninum Shane Duffy sem stangaði boltann í netið framhjá sofandi leikmönnum Southampton.

Í uppbótartíma fengu svo Brighton hornspyrnu. James Ward-Prowse gerðist brotlegur að mati Anthony Taylor. Á punktinn steig svo Glenn Murray á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Lokatölur 2-2. Brighton er því með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina en Southampton eru með sjö stig. Samt sem áður tvö töpuð stig þar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira