Íslenski boltinn

Sonný Lára: Við erum bara rétt að byrja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sonný hefur lyft Íslands- og bikarmeistaratitli á árinu 2018.
Sonný hefur lyft Íslands- og bikarmeistaratitli á árinu 2018. vísir/ernir
Sonny Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að Breiðablik sé rétt að byrja í því að vinna titla og segir að rigningin í síðari hálfleik hafi skilað sínu.

„Þetta er geggjað. Ég er svo glöð. Við erum svo ánægðar með þetta,” sagði Sonny Lára í samtali við íþróttadeild Sýnar í leikslok.

„Mikil vinna. Mikil trú á okkur. Gleði. Þetta er geggjað,” sagði Sonný Lára er hún var aðspurð um hvað hafi skilað þessum sigri.

Fyrir mót var Breiðablik ekki mikið í umræðunni í spá spekinga um hvaða lið myndu berjast um titilinn. Liðið hefur heldur betur komið á óvart en fannst fyrirliðanum Blikarnir synda gegn straumnum á tímapunkti?

„Nei, alls ekki. Við höfðum trú að þessu. Það skiptir öllu. Liðsheildin er geggjuð. Hún er að skila þessu.”

Fór eitthvað um hana þegar Selfoss komst yfir?

„Nei, við byrjuðum vel og svo panikkuðum við smá og vorum lélegar. Við ræddum þetta í hálfleik og svo kom rigningin. Þá kláruðum við þetta,” en er þetta byrjunin á gullaldarárum Breiðabliks?

„Já, klárlega. Við erum bara rétt að byrja,” sagði fyrirliðinn að lokum.


Tengdar fréttir

Breiðablik Íslandsmeistari í sautjánda sinn

Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki í sautjánda sinn en liðið tryggði sér í kvöld sigurinn í Pepsi-deild kvenna með 3-1 sigur á Selfyssingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×