Innlent

Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur óskað eftir því við stjórnina að stíga til hliðar tímabundið á meðan innri endurskoðun gerir úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Einn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitunnar, var rekinn á fimmtudag vegna óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki.

Sá sem átti að leysa framkvæmdastjórann af hólmi tímabundið hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot sem þó eru ekki sögð tengjast fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri fjármála hefur upplýst að hann hafi hlotið skriflega áminningu fyrir kynferðislega áreitni í garð tveggja kvenna á árshátíð Orkuveitunnar.

Þá telur fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar uppsögn sína á dögunum algjörlega tilhæfulausa. Hún segist ætla að sækja rétt sinn.

Á einni viku er Orkuveita Reykjavíkur orðið að umtalaðasta fyrirtæki landsins. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að hjá Orkuveitunni sé áhersla lögð á sveigjanlegt umhverfi og fjölskylduvænan vinnutíma. Mikil áhersla lögð á jafnrétti og nýtur OR jafnlaunavottunar PwC. Tvisvar hafi fyrirtækið fengið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs auk Hvatningarverðlauna jafnréttismála. 

En hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur?

Þeirri spurningu reyndu starfsmenn fyrirtækisins sjálfir að svara fyrr á árinu þegar Björk Guðmundsdóttir leikkona kíkti í heimsókn. Afraksturinn má sjá hér að neðan.



Tengdar fréttir

Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×