Erlent

Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Musk og Kuezawa er tilkynnt var um hver yrði fyrsti farþegi SpaceX.
Musk og Kuezawa er tilkynnt var um hver yrði fyrsti farþegi SpaceX. Vísir/Getty
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. BBC greinir frá.

Elon Musk, stofnandi Space X, tilkynnti þetta í gær en hinn 42 ára gamli Maezawa verður fyrsti farþeginn um borð í geimflaug á vegum einkaaðila til þess að fara hringferð um tunglið.

Stefnt er að því að Maezawa verði skotið á loft með Big Falcon eldlflaug SpaceX en ferðin er áætluð árið 2023 og yrði þetta fyrsta heimsókn mannkyns að tunglinu frá því að Apollo 17 lenti þar árið 1972.

Maezawa, sem byggir auðæfi sínu á tískuiðnaðinum, er listunnandi mikill og segir að hann muni bjóða sex til átta listamönnum með sér til tunglsins. Þurfa viðkomandi svo að skapa listaverk í tengslum við tunglferðina.

Musk birti mynd af geimskipinu sem áætlað er að muni flytja farþegana til tunglsins og sjá má hana hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×