Handbolti

Seinni bylgjan: Átakanlegt hvað Einar getur tuðað yfir öllu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar er búinn að fá nóg af tuðinu í Einari.
Gunnar er búinn að fá nóg af tuðinu í Einari. s2 sport
Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fékk nóg af tuðinu í Einari Jónssyni, þjálfara Gróttu, í þætti gærkvöldsins og lét hann heyra það.

Einar var ósáttur við ýmislegt í leiknum og kvartaði meðal annars yfir því að andstæðingarnir væru að væla í dómaranum. Það eitt og sér þótti áhugavert en Gunnar segir hann tuða endalaust.

„Talandi um að vera þreyttur á einhverju. Gæinn er alltaf tuðandi yfir öllu. Þetta er átakanlegt,“ sagði pirraður Gunnar Berg.

„Horfði Einar ekki á leikinn? Það var ömurlegt að sjá hans lið. Þeir löbbuðu fram völlinn, spiluðu í mínútu áður en þeir sóttu á markið. Þess vegna skoruðu þeir bara 15 mörk og Valur 21. Þessi leikur tók tvo tíma. Þetta var ömurlegt.“

Sjá má Gunnar Berg í innslaginu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×