Fótbolti

Pochettino sakaði blaðamenn um vanvirðingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var hundur í Argentínumanninum eftir leik.
Það var hundur í Argentínumanninum eftir leik. vísir/getty
Það var pirringur í Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, eftir tapið í Mílanó í gær. Skiljanlega enda tapið sárt og þess utan þriðja tap Spurs í röð.

Þetta er í fyrsta skipti sem Tottenham tapar þremur leikjum í röð undir stjórn Pochettino. Spurs komst yfir í leiknum í gær en fékk á sig tvö mörk í blálokin.

Blaðamenn spurðu stjórann út í fjarveru Kieran Trippier og Toby Alderweireld í leiknum en þeir ferðuðust ekki með liðinu.

„Þeir voru á vellinum í síðustu tveim leikjum. Vá, þvílík spurning. Það er auðvelt að tala um þá sem voru ekki hérna en við þurfum að tala um fótbolta og þið sýnið leikmönnunum sem spiluðu í kvöld, og voru betri en andstæðingurinn, vanvirðingu með svona spurningum,“ sagði stjórinn frekar pirraður.

„Þið megið gagnrýna mig fyrir liðsuppstillingu ef þið viljið en ekki vanvirða þá sem spiluðu. Stundum látið þið eins og ég eigi bara 11 leikmenn og hinir 13-14 séu bara drasl. Ég er mjög vonsvikinn því ég ber virðingu fyrir ykkur og leikmönnunum. Ég skil ekki svona og það er sárt að þið dæmið svona og slátrið leikmönnum sem voru að gera sitt besta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×