Lífið

Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Aretha Franklin á tónleikum árið 1993.
Aretha Franklin á tónleikum árið 1993. Vísir/AP
Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. Mikið var um tónlist í athöfninni og margar stjörnur heiðruðu minningu hennar. Meðal þeirra sem komu fram voru Ariana Grande, Jennifer Hudson og Stevie Wonder.

Meðal þeirra sem töluðu við athöfnina voru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Barack Obama sendi bréf sem lesið var upp í athöfninni þar sem hann vottaði fjölskyldu og aðstandendum hennar samúðarkveðjur en hún söng við innsetningarathöfn hans þegar hann tók við forsetaembættinu. George W. Bush sendi einnig bréf sem lesið var í athöfninni en báðir fyrrverandi forsetarnir lofa hana fyrir framlag hennar til tónlistar og lands og þjóðar.

Hér að neðan má sjá atriði Stevie Wonder í athöfninni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×