Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Berglind byrjar frammi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur. Vísir/Anton
Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjar í fremstu línu íslenska landsliðsins sem mætir Þjóðverjum í dag.

Af byrjunarliði Freys að dæma má ætla að Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir verði í þriggja manna miðvarðalínu í hjarta varnarinnar.

Eini hreinræktaði framherjinn í liðnu er Berglind Björg, en það er nægt sóknarafl í liðnu með Fanndísi Friðriksdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem var markahæst í undankeppninni.

Selma Sól Magnúsdóttir fær traustið líkt og í leiknum gegn Slóvenum í júní. Hún hefur aðeins spilað sex landsleiki fyrir Ísland og þeir komu allir á þessu ári.

Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 14:55. Upphitun fyrir leikinn er hafin á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hana má nálgast hér á Vísi.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×