Handbolti

FH í góðri stöðu eftir sigur í Króatíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar skoraði sjö mörk í kvöld.
Einar skoraði sjö mörk í kvöld. vísir/ernir
FH er í fínni stöðu fyrir síðari leikinn gegn RK Dubrava í EHF-bikarnum en FH hafði betur í leik liðanna í Króatíu í dag, 33-29.

FH liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. FH breytti stöðunni úr 8-8 í 16-12 og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik.

Heimamenn komu til baka í síðari hálfleik og jöfnuðu í 22-22. Aftur náði FH yfirhöndinni og að endingu varð munurinn fjögur mörk, 33-29.

Markahæstir FH-inga voru þeir Einar Rafn Eiðsson og Birgir Már Birgisson en þeir skoruðu sjö mörk hvor. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm og þeir Ásbjörn Friðriksson og Jóhann Birgir Ingvarsson með þrjú hvor.

Liðin mætast aftur í Krikanum í næstu viku og er FH því í kjörstöðu til að koma sér áfram í aðra umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×