Hæglætisveður á landinu í dag

Búist er við fremur hægum vindi í dag og skúrum sunnan- og vestantil, síðar einnig norðaustanlands. Þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi á morgun en suðaustan kaldi og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi seinni partinn. Hiti verður 8 til 14 stig að deginum, hlýjast norðaustantil á landinu.
Á þriðjudag er búist við rigningu eða skúrum víða um land, en hangir líklega þurrt fram á kvöld á norðausturhorninu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Sunnan 3-8 og stöku skúrir, en léttskýjað NA-lands. Sunnan 8-13 og fer að rigna á S- og V-landi seinni partinn. Hiti 8 til 13 stig.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 8-13 m/s og rigning eða skúrir, en hægari og úrkomulið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast NA-til.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og léttir til S-lands, annars skýjað og dálítil rigning á N- og NA-landi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast SA-lands.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og súld eða rigning á S- og V-landi, annars þurrt og bjart með köflum. Hlýnar norðan heiða.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt, bjart veður og hlýtt á N- og A-landi, en skýjað og úrkomulítið S- og V-lands.