Sport

Rigningin skapaði kjöraðstæður fyrir íslensku keppendurna

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Þorbergur hafnaði í 32.sæti í UTMB hlaupinu.
Þorbergur hafnaði í 32.sæti í UTMB hlaupinu. Mynd/Sigurður Kiernan
Þorbergur Jónsson lenti í 32.sæti í UTMB hlaupinu á tímanum 25 tímum og 57 mínútum. UTMB stendur fyrir Ultra-Trail du Mont-Blanc og er leiðin 170 kílómetra löng. Guðmundur Ólafsson keppti einnig í sama hlaupi en hann hafnaði í 958.sæti á tímanum 41 klukkustund og og 46 mínútum. 2561 keppandi hóf keppni en það voru 1403 sem kláruðu keppni og 778 sem ekki kláruðu. Hlaupið er í fjalllendi og samtals er 10 kílómetra hækkun á brautinni.

Fjórir íslenskir keppendur kepptu í CCC hlaupi en það er 100 kílómetra vegalengd og samtals 6100 metra hækkun. Sigurður Kiernan endaði í 196.sæti, Sigríður Þóroddsdóttir endaði í 384.sæti, Guðmundur T. Ólafsson endaði í 784.sæti og Guðmunda Smáradóttir endaði í 827.sæti. Alls hófu 2147 keppendur keppni í því hlaupi.

Tveir íslenskir keppendur hlupu í OCC hlaupinu en það er 55 kílómetra langt og 3500 metra samanlögð hækkun á brautinni. Guðni Páll Pálsson endaði í 51.sæti og Sigríður Einarsdóttir endaði í 351.sæti. Alls hófu 1572 keppendur keppni í þessu hlaupi.

Einn íslenskur keppandi tók þátt í TDS hlaupinu en það er 121 kílómetra langt og samanlögð hækkun í brautinni er 7300 metrar. Gunnar Júlíusson hafnaði í 663.sæti. Alls tóku 1799 keppendur þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×