Enski boltinn

Slösuðust eftir að hafa reynt að troða sér inn á grannaslaginn í Skotlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Celtic fagna eftir sigurinn.
Leikmenn Celtic fagna eftir sigurinn. vísir/getty

Það voru mikil læti er Celtic og Rangers mættust í gær en oftast er mikill hiti þegar þessi lið mætast, bæði utan vallar og innan.

Fimm eru slasaðir eftir að hafa reynt að koma sér inn á völlinn án þess að hafa miða. Þeir reyndu að klifra yfir háa girðingu og því fór sem fór.

Mikill ótti greip um sig á staðnum en bæði lögreglan í Skotlandi og Celtic hafa sagt að þau muni nú fara yfir verklagsreglur svo þetta komi ekki fyrir aftur.

Mikill troðningur var einnig fyrir innan girðinguna og var fjölskyldufólk sem lýsti þessu sem hálfgerði martröð.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Celtic sem er með níu stig eftir fjóra leiki en Rangers er með fimm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.