Erlent

Áströlsk Instagram-stjarna lést á snekkju mexíkósks milljarðamærings

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sinead McNamara.
Sinead McNamara. instagram
Grísk lögregluyfirvöld rannsaka nú dauða Sinead McNamara, ástralskrar Instagram-stjörnu, sem lést eftir að hafa fundist í alvarlegu ástandi á snekkju mexíkóska milljarðamæringsins Alberto Bailleres síðastliðinn fimmtudag.

McNamara, sem var tvítug að aldri, vann á snekkju Bailleres sem var í höfn við grísku eyjuna Kefalonia.  McNamara fannst alvarlega slösuð á snekkjunni og var úrskurðuð látin skömmu síðar þegar verið var að flytja hana á spítalana.

Bailleres, milljarðamæringurinn sem á snekkjuna, hafði yfirgefið snekkjuna ásamt fjölskyldu sinni nokkrum dögum áður en McNamara lést.

 
Easy mornings Welcome to my humble abode thank u @mascotrhodes

A post shared by Salt Bby (@sineadmcnamara) on Aug 8, 2018 at 9:39pm PDT

McNamara var með yfir 12 þúsund fylgjendur á Instagram þegar hún lést, að því er segir í frétt BBC, en fylgjendur hennar eru nú tæplega 22 þúsund.

Á Instagram-síðu sinni deildi hún myndum frá ferðalögum sínum um heiminn en við eina þar hafði hún skrifað að hún byggi nú og ynni á báti og sæi allt það sem heimurinn hefði upp á að bjóða.

„Já, ég held ég hafi það nokkuð gott,“ bætti hún svo við.

Vinir, fjölskylda og aðdáendur hennar hafa undanfarna minnst hennar á samfélagsmiðlum. Óljóst hvernig dauða hennar bar að en frænka hennar sagði í samtali við ástralska fjölmiðla að fjölskyldan teldi að um slys hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×