Erlent

Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana

Andri Eysteinsson skrifar
Fílar eru vinsælt skotmark veiðiþjófa í Afríku vegna skögultanna þeirra.
Fílar eru vinsælt skotmark veiðiþjófa í Afríku vegna skögultanna þeirra. Vísir/EPA

Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa í könnunarferð sinni fundið hræ af tæplega 90 afríkufílum í nágrenni þjóðgarðs í afríkuríkinu Botsvana.

Í samtali við BBC segir Mike Chase, sem stýrði könnuninni, að ekki væru nema örfáar vikur síðan fílarnir 87 hefðu verið drepnir og skögultennur þeirra fjarlægðar, í þokkabót sagði Chase að á síðustu þremur mánuðum hefðu fimm hvítir nashyrningar verið drepnir af veiðiþjófum.

Botsvana hefur í gegnum tíðina tekið einkar hart á veiðiþjófnaði hafa verið starfræktar sérstakar vopnaðar sveitir til að vinna bug á veiðiþjófum.

BBC greinir frá því að gögn úr miðunarbúnaði, sem komið hefur verið fyrir á fílum í nágrannalöndunum Angóla, Namibíu og Sambíu, sýni að fílar leiti í miklum mæli í öryggið sem hefur verið í Botsvana.

Tölfræði samtakanna Elephants Without Borders sýnir að á síðasta áratug hefur þriðjungur afríska fílastofnsins verið drepinn, þar af hefur 60% stofnsins í Tansaníu verið drepinn á síðustu fimm árum.

Botsvana, vegna nálgunar sinnar á veiðiþjófnaði hefur að mestu sloppið við þessa miklu veiði á fílastofni sínum en eftir að nýr forseti landsins, Mokgweeti Masisi sem tók við embætti í maí á þessu ári, ákvað að afvopna sveitirnar sem unnu gegn veiðiþjófnaði hafa veiðiþjófar gengið á lagið.

Chase segir forsetann þurfa að taka á þessu vandamáli sem fyrst, ímynd Botsvana sé í hættu, bæði sem áfangastaðar sem og sem dýraverndunarathvarfs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.